Hræætusúpa

Eldaði þessa fínu súpu með hræætum í kvöld. Bætti fyrir frekar dapra eldamennsku í vikunni og sambýlisfólkið sættist við mig á ný.

Annars fátt að gerast. Búinn að keyra ansi mikið í þessari viku og nú er brátt helgarfrí og ég hlakka bara frekar mikið til.

Næsta laugardag er svo BlorraÞót hjá íslendingafélaginu hér í bæ og ég hlakka til að dífa tönnum í hrútspunga, hákarla og fleira. Brennivínið er ekki langt undan heldur. Gott að hafa tilhlökkun í lagi.

Bíllinn gengur ennþá, fjöldi handfanga er ennþá 3.

kveðja,

Arnar Thor

Ummæli

Arnar Thor sagði…
Frábært blogg hjá þér Arnar. Ég kíki alltaf reglulega við hjá þér. Þinn vinur A

Vinsælar færslur